Þraut


Greining

Greiningar- og endurhæfingarmat

Greiningarferlið samanstendur af eftirfarandi þáttum:

1. Útfylling spurningalista fyrir viðtöl (tekur 1 og 1/2 - 2 klst.). 

Spurningalisti er sendur eða sóttur, honum svarað og svo skilað aftur í síðasta lagi tveimur dögum fyrir greiningarviðtölin.

2. Koma – Viðtöl, mælingar (tekur um 3 og 1/2 klst.)

I. Greiningarviðtal – Gigtarlæknir 
a. Ítarlegt mat á öllum einkennum og sjúkdómsgreiningum.
b. Ítarleg skráning á fyrri lyfjameðferðum.
c. Öflun gagna hjá heimilislækni og öðrum sérfræðilæknum sem hafa áður haft með sjúkling að gera.
d. Mat á niðurstöðum fyrri blóð-, vefja- og myndgreiningarannsókna.
e. Viðbótarrannsóknir eftir því sem þarf.
f. Ráðgjöf annarra sérfræðilækna ef þarf og mat á þeirri niðurstöðu.
g. Endurmat eftir gagnaöflun og rannsóknir.

II. Greiningarviðtal – Sálfræðingur 
a. Fyrir viðtal: Unnið úr spuringarlistum (MPI, MFI og PASS-20) og niðurstöður settar fram og hafðar til hliðsjónar í viðtali.
b. MINI 5.0.0 Geðgreiningarviðtal.
c. Útfylling spurningalista
d. Ítarleg saga (Geðraskanir, streita, fjölskyldaðstæður, uppeldisaðstæður, skólaganga, áhrif sjúkdóms á líf, bjargráð ofl.)
e. Atvinnu- og félagssaga.

III. Greiningarviðtal – Sjúkraþjálfari 
a. Viðtal
i. Ítarleg saga
ii. Líkamskort, mat á virkum triggerpunktum
iii. Skoðun:
1. Líkamsstöðugreining
2. Greining á vandamálum frá stoðkerfi, vöðvar, bandvefur, liðbönd, liðiferlar ofl.

b. Mælingar/mat
i. Skáning lífsmarka ( hvíldarpúls, öndunartíðni, blóðþrýstingur)
ii. Holdafar – BMI, Hlutfall milli mittis- og mjaðmamáls
iii. Astrand 6 mínútna þolpróf
iv. Súrefnismettun
v. Gripstyrksmælingar
vi. Ísometrísk vöðvastyrkspróf
vii. Jafnvægispróf

3. Koma - Niðurstöðuviðtal (1/2 klst)
a. Niðurstöður greiningar og mats Þrautar.
b. Fræðsla
c. Farið yfir næstu skref
 

4. Koma - Ráðgefandi viðtal - fyrstu skref eftir greiningu 
hjá einum af sérfræðingum Þrautar ( ca. 40 mín.)

Skýrsla send til tilvísandi sérfræðings með niðurstöðum greiningar og mats Þrautar og ábendingum um æskileg meðferðarúrræði.