Í haust og vetur verður Þraut með áhugaverð námskeið í boði má þar nefna grunnnámskeið um vefjagigt, námskeið um þreytu/streitu og orkusparandi aðgerðir, námskeið um verki og verkjastjórn og núvitundarnámskeið. Þessi námskeið eru opin öllum.
Þraut stefnir á að fara með tvö vefjagigtarnámskeið út á land, á Sauðárkrók og á Egilsstaði. Einnig verður eitt námskeið haldið fyrir félag sjúkraliða hjá Framvegis.
Fram að jólum verða tvö endurhæfingarholl en þau eru fyrir fólk sem hefur farið í gegnum greiningarferli í Þraut.
Í vor var farið af stað með ungmenna-endurhæfingu sem verðu framhaldið nú á haustönn og er stefnt á að fylgja ungmennunum eftir næstu mánuði.
Starfsemi Þrautar er í stöðugri þróun og mikill metnaður lagður í að auka þekkingu fólks á vefjagigt og langvinnum verkjum, bæta sjálfsárangur þess og lífsgæði.
Með kveðju, starfsfólk Þrautar
Námskeið 1 á haustönn: 23,25 og 30 ágúst og 1 sept. 2016
Námskeið 2 á vorönn: 8,11,15 og 18 nóvember 2016
Verð : 27.500 kr
8 vikna námskeið sem skipt verður upp í tvo hluta. Hægt er að taka bara fyrri hluta (4 skipti). Boðið er upp á tvö námskeið.
Námskeið I. hefst 19 sept. og er haldið á mánudögum kl 16:15-17:45
Námskeið II hefst 14. nóv og er haldið á mánudögum kl 16:15-17:45
Leiðbeinandi Edda M. Guðmundsdóttir sálfræðingur og sérfræðingur í MTC
Verð: 50 þús kr fyrir allt námskeiðið (8 vikur) eða 25 þús fyrir 4 vikur.
Haldið dagana 8,11,15 og 18 nóvember 2016
Verð: 34.000 kr.
Haldið dagana 11,14,18 og 21 október 2016
Verð: 34.000 kr.
Allar nánari upplýsingar og skráning á námskeiðin eru á www.thraut.is eða í síma 555-7750