Þraut


Starfsmenn

Guðrún Káradóttir

Sjúkraþjálfari MT´c, MPH

Guðrún Káradóttir lauk námi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 1988, framhaldsnámi í greiningu og meðferð á hrygg og útlimaliðum, Manual Therapy (MT´c) frá Háskólanum í St. Augustine, Florida. árið 2000. Meistaranámi í Lýðheilsuvísindum frá Háskólanum í Edinborg 2006 og diplómanámi í Verkefnastjórnun og –leiðtogaþjálfun frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2012.
Guðrún starfaði sem sjúkraþjálfari á ýmsum deildum Landspítalans frá 1988-1998 og starfrækti ásamt tveimur öðrum sjúkraþjálfurum Ergó­vinnuvernd, fyrirtæki á sviði vinnuverndar frá1995-2000 auk þess að sinna stundakennslu í Háskóla Íslands, Hótel og-matvælaskóla Íslands og Tækniskóla Íslands á sviði vinnuverndar.
Frá árinu 1999 hefur Guðrún starfað í Sjúkraþjálfun Styrks ehf. og er einn eiganda og stofnendum stofunnar

Senda póst

Til baka